SIGURDSGADE
HÖNNUN Á ÍBÚÐAKJARNA
Sigurdsgade er staðsett í Norðurbrú í Kaupmannahöfn. Við lóðina sem unnið var með er mikið af verkstæðum og byggingum sem eru í afar slæmu ásikomunlagi. Umhverfis þetta litla iðnaðarsvæði er íbúabyggð, versalnir og stór framhalds og starfssnámsskóli. Til stendur að breyta þessu litla iðnaðarhverfi í íbúðabyggð og samræma það við stærra hverfið. Rímar það sömuleiðis við að nýbúið er að opna neðanjarðarlestastöð í 150m fjarlægð frá lóðinni. Tillagan að byggingunni var því hluti af endurskoðun hverfisins. Tillaga mín gerir ráð fyrir byggja tvær íbúðir fyrir 4 manna fjölskyldur, tvær einstaklings/para íbúðir og tvo íbúðarkjarna fyrir námsmenn sem gætu samanlagt hýst 7-14 námsmenn. Öll námsmanna herbergin hefði sér sturtu og salerni, en einnig væru litlar íbúðir sem hefðu líka sér eldurnaraðstöðu í kjörnunum. Öll námsmanna herbergin og íbúðirnar hefðu að auki aðgang að sameiginlegu eldhúsi, stofu og salernum í sitthvorum kjarnanum. Allar íbúðirnar í byggingunni eru aðgengilegar í gegnum sameiginlegan einnka inngarð, en komið er í hann gegnum dyr frá almenningsrýminu fyrir framan bygginguna sem liggur við götuna. Með því að draga bygginguna örlítið frá götuni mynndast lítill vasi sem verður almenningsrými, rýmið nýtist sem útisvæði fyrir kaffihús og litla verlsun sem eru í byggingunni og hluti verkefninsinns.